fimmtudagur, mars 27, 2003

-hvaða hvaða, kanarnir bara búnnir að sprengja eins og einn markað eða svo "óvart"!!!!! jah og eina rútu meö fólki sem var að flýja írak, svo lenti ein sprengja í íran og ein í sýrlandi.... ég vissi ekki að þau lönd væru svo nálægt bagdad að hægt væri að fara svona rosalega á mis??? en þetta er allt í lagi, yfir 51% af sprengjunum hæfa skotmörkin sín... meirihlultinn ræður jú víst!!!! besti punkturinn var samt þegar rumsfeld fór að saka íraka um að brjóta genfar sáttmálann með því að "niðurlægja" stríðsfangana sína... eina sem þeir gerðu var að taka viðtöl við þá og senda út í sjónvarpinu, sást ekkert á þeim ekki einu sinni að þau væru e-ð hrædd eða undir e-i ógn... svo sér mar myndirnar af föngum kanans í guatanamo bay fanglesinu þar sem þeir eru hlekkjaðir og með poka yfir höfðinu haldið án dóms eða laga á herstöð sem er ekki einu sinni í bandaríkjunum, allt í nafni lýðræðisins!!!!! hversu mikill hræsnari getur ein ríkistjórn orðið... það var snilld að sjá svo upplýsingamálafulltrúa íraka koma í sjónvarpið og meðal annars kalla rumsfeld "...einn mesta stríðsglæpamann sögunar." en eins og flestir vita þá var hann e-t í stjórn bush eldri þegar þeir réðust inn í írak 1991... þar áður hafði hann aðstoðað íraka á móti íran og útvegað þeim öll þau vopn sem þeir síðar notuðu á móti kanaum í persaflóa stríðinu... jæja nóg um það... kíkið endilega á snilldar síðu michaeal moore... maðurinn er alger snillingur að koma frá sér skoðunum sínum á því sem honum finnst að... og þessi síðustu 2 ár hefur það verið bush meira eða minna...

fimmtudagur, mars 20, 2003

-jæja þá er stríðið byrjað með látum... óska írökum alls hins besta gegn harðstjóranum siðblinda (jah og lesblinda ef ég hef skilið rétt) á hvíta hestinum... Allahu Akbarm Allahu Akbar (God is great)... ekki það að ég trúi á hann, en e-ð verða þessir menn að trúa á til að halda í vonina... lifið heil á þessum svarta degi...

þriðjudagur, mars 18, 2003

-hvernig er þetta með ríki heimsins??? eru allir orðnir svo háðir kananum að engin (að stórþjóðunum þýskalandi, frakklandi og rússlandi undanskildum) þorir að mótmæla þessum svínum!!!!! ætla þjóðir heims virkilega að leyfa þessum kúreka að valta yfir allt það sem alþjóðasamfélag á að byggja á??? ef bandaríkjamenn ráðast inn í írak verður það ekki bara lögbrot (sáttmáli sameinuðu þjóðanna gengur að miklu leyti út á að ekki sé ráðist á þjóð nema í sjálfsvörn eða með samþyki öryggisráðsins) heldur er það ekkert annað en þjóðarmorð, sem er náttúrulega e-ð sem engin kani verður kæruður fyrir nokkurn tíman þar sem þeir mega allt... ekki nóg með að þeir haldi föngum í kúbu (og noti það sem afsökun fyrir því að ekki sé hægt að rétta þá eftir bandarískum lögum) heldur verða þeir brjálaðir þegar minnst er á það að e-r rauðháls verði saksóktur fyrir stríðsglæpi, það er nú alveg augljóst að bandaríkjamenn eru mestu stríðsglæpamenn sem sögur fara af (það eru bara alltaf mistök þegar að þeir sprengja saklausa borgara, úps sprengjan átti að hitta verksmiðjuna en ekki spítalann)... hversu langt á þessa friðaspillir að fá að vera við völdin í "landi hinna frjálsu"??? það er nú ekki annað að sjá en að bandaríkin séu að hrynja innan frá... "mesta" vandamál bandaríkjanna síðustu árinn hefur verið innflytjendavandamálið, það hafa svo margir flutt búsetu sína frá 3.ja heiminum til kanaríkjanna í von um betri framtíð fyrir sig og sína að þessu hefur verið líkt við plágu... og ekki er hægt að segja að greindarvísitala kanans hækki við innfluttning þeirra sem geta ekki höndlað lífið í "þróunarlöndunum"... það er bara að vona kanans vegna að þeira átti sig á þeim stóru mistökum sem bush er sem fyrst og komi honum frá völdum áður en hann gjörsamlega gerir útaf bandaríska samfélagið eins og það leggur sig...
-að hugsa sér að mar þurfi að kæra til að fá bætur greiddar!!!!!!!!!!!!!! það er meira að segja svo slæmt erlendis að tryggingarfélögin hlusta ekki einu sinni á skjólstæðingana fyrr en þeir eru að koma í 7-8 skiptið og kvarta... það er ekki eins og fólk sem er sárþjáð uppá spítala geti komið 8 sinnum niður á skrifstofur félagsins til að kvarta... það mætti halda að mar þurfi að deyja til þess að fá bætur greiddar... ja eða kæra...

þriðjudagur, mars 11, 2003

-vá hvað ég er orðin latur við að skrifa hérna!!!!! svona er þetta þegar mar gerir nánast ekkert af sér, þá er einfaldlega ekkert að frétta...
-perla rós varð reyndar veik á föstudaginn í fyrsta skiptið, en var búin að losa sig við hitann um kveldið og orðin góð, svo tók hún uppá því í gærkveldi að kvebbast og er drífa heim hjá henni núna, hún er reyndar ekkert slöpp bara með slæmann hósta...
-já svo fór mar að djamma á laugardaginn, held ég hafi ekki verið svona drukkin í marga mánuði (líðan sunnudagsins var eftir því) fór meö duglegum til félaga hans eftir að sif og arnar höfðu komið í mat hjá okkur, ég sem var orðin nógu drukkinn af rauðvíninu sem var með matnum, helti í mig bjórnum mínum áður en við fórum í bæinn og skemmti mér nú bara nokkuð vel... hitti bóas og ingu mæju á kaffibarnum þar sem hann tilkynnti mér að þau væru að fara að gifta sig í sumar :) algjör snilld...
-annars er bara nóg að gera í skólanum... mánuður í próflestrarfríið og fullt af verkefnum og æfingaprófum þangað til... vonandi gengur mér betur en um jólin..........

þriðjudagur, mars 04, 2003

-ég verð að viðurkenna það að ég er sennilega einn sá versti sem fyrir finnst í að muna afmælisdaga... á sunnudaginn gleymdi ég t.d. 2.ja ára trúlofunar afmæli okkar drífu, e-ð sem hún var að sjálfsögðu ekki sáttust við... ég hef meira að segja átt það til að gleyma eigin afmæli, myndi sennilega gleyma því oftar ef mamma væri ekki alltaf svona dugleg að minna mig á það (hún fær alltaf að halda veislu fyrir mig)... ég verð að fara að fá mér e-ð innbyggt dagatal sem hjálpar mér að muna svona hluti...

-hversu sjúkt fólk er eiginlega til á þessu landi??? hélt að þetta væri liðin tíð eftir að steingrímur njálsson var settur í steininn í 5. eða 6. skiptið...

-ef að fréttablaðið er í eigu baugsfeðra, þá er mogginn í eigu davíðs oddssonar... jah eða manna sem fara vel í vasa hans... það er ekki minnst einu orði á ruglið sem var í gangi í gær, fyrst í morgunþætti rásar 1 og 2, né það sem hann sagði í kastljósinu... ekki það að þetta sé e-ð virkilega fréttnæmt, en það er bara ótrúlega fyndið hvað kongurinn heldur að hann geti sagt það sem honum sýnist, þegar honum sýnist... sakar alla málsaðila sem á móti honum standa um ósannindi og hrógburð í sinn garð, en skítur svo yfir þá og kemur með villtar ásakanir og þykist ekki þurfa sannanir fyrir máli sínu, því hann er jú löglærður, annað en þeir kastljósmenn... það var greinilegt í gær hvað hann lítur mikið niður á almenning... heldur því fram að hann hafi betri yfirsýn yfir þetta mál og megi alveg koma með stórar órökstuddar ásakanir, því að það sé svo augljóst... þá er nú spurning hvort það sé ekki líka augljóst að hann hafi sennt lögregluyfirvöld á jón ólafs og baug??? það er allavegna jafn ljóst ef e-ð er...
-vá, ég hélt aldrei að ég myndi halda með baug, hvað þá jóni ólafs, í einhverju máli... einmitt þau stórveldi sem ég þoli ekki að sjá á jafn frjálsum markaði og sá íslenski á að vera.... en nú hefur yðar hátign gengið of langt... NIÐUR MEÐ KONUNGSVELDI HR.ODDSSONAR OG SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS!!!!!! takk fyrir....