mánudagur, janúar 27, 2003

-eitt af því sem fer í taugarnar á mér í sambandi við fólk er þegar það getur ekki verið hreinskilið... það segir eitt en snýr sér svo við og segir öðrum e-ð allt annað... ég hef lent í því allt of oft með fólk sem eiga að kallast vinir mínir, ekki reyndar mínir nánustu vinir en allavegna þeir sem ég umgengst eitthvað af ráði og hef yfirleitt með glöðu geði kallað vini mína, að það segir e-ð við mig en svo frétti ég annarsstaðar frá að það sé að hugsa um að gera e-ð allt annað... nú til dæmis er hljómsveitin mín að fara að skella sér í stúdíó og taka upp svona eins og eitt stykki plötu, fyrir nokkru þá vorum við búin að tala um nafn á þeirri plötu og var komin nokkur sátt um nafn sem mér þótti henta vel á plötu, var grípandi og fyndið, og meira að segja um dagin þegar við vorum að ræða þetta þá voru ekki mikil mótmæli sem komu fram við nafninu... en nú kemur á dagin, þau eru að reyna að finna nýtt nafn, og það án þess að minnast á það við mig að þau vilji als ekki hafa það nafn sem mér hafi dottið í hug... ég veit ekki hvort ég sé svona ógnvekjandi að fólk þori ekki annað en að gera mér til geðs með því að segja mér ekki allan sanleikan, en svona hefur þetta þróast nú, og það sennileg ekki í síðasta skiptið... af hverju á fólk svona erfitt með að vera hreinskilið??? ég á ekki í neinum erfiðleikum með það og vill þar af leiðandi að fólk sé eins hreinskilið og mögulegt er við mig, ég er ekki týpan sem móðgast þegar fólk hefur aðra skoðun á hlutunum en ég, en á það til að sárna þegar ég frétti hluti eins og þetta frá öðrum en þeim sem ættu að vera að segja mér það... vonandi sér fólk að sér og fer að segja mér hvað því finnst í raun og veru, en ekki hvað það heldur að ég vilji heyra...
-jæja drífa ákvað að fara ekki austur þessa helgi, þrátt fyrir að veðrið hafi skánnað mikið, en þess í stað fórum við bara á selfoss og náðum í sigrúnu sistur hennar og vorum í afslöppun í bænum... nokkuð þægilegt... planið er að kíkja austur næstu helgi og vera þá í bústaðnum í botnum og skjóta kanski eins og nokra fugla eða svo ;)
-það á ekkert að ganga upp hjá liverpool þessa dagana... ef þeir eru ekki að tapa þá eru bestu mennirnir að meiðast eða að missa sig í sjálfsvorkun....

fimmtudagur, janúar 23, 2003

-jájá, drífa var að spá í að kíkja austur til víkur í heimsókn til foreldra sinna.... ??????????? ég vona að hún sé allavegna að hugsa um að hætta við...
-til hamingju með afmælið perlan mín :) já hún perla rós er orðin 8 mánaða gömul... mikið rosalega líður tíminn hratt...

-við drífa erum búin að vera ýkt dugleg síðustu vikuna, búin að breyta öllu skipulaginu á heimilnu... þar sem svefnherbergið var áður er nú borðstofa, og þar sem borðstofan var áður er stofa, svo fluttum við svefnherbergið þar sem stofan var áður... miklu meira pláss núna og allir ýkt ánægðir :) svo fylgdi þessu náttúrulega fullt af þrifum þar sem ekki hafði verið ryksugað undir rúminu í nokkurn tíma og ekki heldur undir sófan og svoleiðis... ekki vildi betur til en að ónæmiskerfið mitt fór í rugl útaf öllu þessu ryki og nú er ég enn að jafna mig... mér líður eins og ég sé með hið versta kvef, sem gæti reyndar alveg verið þar sem ónæmiskerfið mitt hafði í nógu öðru að snúast síðustu daga... bara að vona að mér líði betur á eftir þegar ég er búinn að fara í körfu og hrista spikið aðeins :)

sunnudagur, janúar 19, 2003

-jæja jæja, hljómsveitin whole orange hefur ákveðið að skella sér í stúdíó :) við erum að spá í að taka upp 11 lög (af þeim 15 sem við eigum) ekki amalegt það :)

-ég og drífa erum búin að vera ógó dugleg í dag, flytja svefnherbergið þar sem borðstofan var og borðstofa er komin þar sem svefnherbergið var, svo munum við rífa niður vegginn milli stofunar og borðstofunar á næstu dögum.... ýkt duglegt fólk :)

-hildur elísabeth á afmæli á eftir og erum við að fara til hennar um 5 leytið, svo átti bóaz afmæli á þriðjudaginn, til hamingju með það :)

fimmtudagur, janúar 16, 2003

-það var rosalegt fjör í ungbarnasundinu á mánudaginn, perla rós er orðin svo dugleg, farin að kafa eins og ekkert sé :) svo eru 3 tímar eftir í þessu námskeiði þannig að stelpan hefur nægan tíma til að bæta sundið sitt enn meira :) kanski við kíkjum með hana á framhaldsnámskeið, hún hefur allavegna nógu gaman af þessu :)

-jæja þá er skólinn kominn á fullt... virðist ætla að verða skemmtilegri önn en sú síðasta (vonandi)... var vinnandi alla síðustu viku og er í vinnunni núna, mar verður nú að eiga peninga um mánaðarmótin þar sem námslánin eru ekki komin á tært.... vonum hið besta...

miðvikudagur, janúar 08, 2003

-alltaf gaman að kíkja inná katrínu, fann þetta þar....
Nihilist%20Bear
Which Dysfunctional Care Bear Are You?

brought to you by Quizilla

föstudagur, janúar 03, 2003

-ég fór í matarboð til auðar og hróa í gærkveldi og við ákváðum að horfa á temptation island þáttinn í sem átti að vera e-ð uncut og svoleiðis, en vá hvað þetta var lélegur þáttur... ég meina trailerinn var að sýna gellur að synda naktar og að bera á sig áburð naktar og svoleiðis dót, en svo þegar í þáttinn var komið var bara ekkert sýnnt, nema það sem hafði verið sýnt í þáttunum sjálfum, nema jú nokkrir gaurar að sýna sprellann sinn, sem var nóta bene blurað... hversu mikið frod var það!!!!!

-en á gleðilegri nótunum þá var ólafur stefánsson valinn íþróttamaður ársins í gær, loksins, og var kominn tími á að hann fengi þessi verðlaun efir að hafa verið einn besti íþróttamaður okkar í mörg ár núna... svo kom upp nokkuð spaugilegt atvik við afhendinguna í gær (mér fannst það allavegna spaugilegt) þegar gaurinn sem var að afhenda öll verðlaunin var að afhenda bróðir hans ólafs viðurkenningu fyrir að hafa verið meðal þeirra 10 efstu... jón arnór gat ekki mætt þannig að pabbi hans kom að taka við viðurkenningunni... ekki vildi betur til en að gaurinn fór að kalla hann eggert stefánsson... það þarf nú ekki mjög gáfaðan mann til að fatta það að pabbi tveggja stráka sem eru stefánssynir heiti væntanlega stefán... honum tókst nú á endanum að leiðrétta sig, en ekki fyrr en hann var búinn að kalla kallinn eggert nokkrum sinnum... kanski er ég með svona mikinn aulahúmor, en mér fannst þetta allavegna mjög spaugilegt...

-afhverju er fólk að nýta sér frægð barna sinna til að koma sér og skoðunum sínum á framfæri... ég skil ekki svona fólk....

miðvikudagur, janúar 01, 2003

-GLEÐILEGT NÝTT ÁR .::2003::.