miðvikudagur, október 30, 2002

-ég er oft spurður að því hvernig það er að vera pabbi, hvernig það gangi og hvernig stelpunni heilsist... þetta virðast vera auðveldar spurningar í fyrstu: perlu rós heilsast mjög vel, þetta gengur allt vonum framar o.s.frv. en spurningin, hvernig það er að vera pabbi er aðeins erfiðari... það er náttúrulega það besta sem komið hefur fyrir mig, en hvernig getur maður lýst því þannig að það hljómi virkilega eins og manni líði??? það er það yndislegasta sem ég geri, að horfa á dóttur mína stækka meira og meira með hverjum deginum og að sjá svipinn á henni verða meðvitaðri og meðvitaðri... hún er farinn að átta sig svo vel á umhverfinu að það er í raun ótrúlegt.. löngu farin að geta staðið með smá hjálp og löngu farin að hjala við okkur hin... en það ótrúlegasta við þetta allt saman er að þegar drífa fer með perlu rós í burtu yfir helgi (eins og hún gerði um síðustu helgi) þá sér mar svo vel dagsmuninn á henni... hún stækkar svo ört og er alltaf að læra e-ð nýtt... ég hefði ekki getað trúað því hvað þetta væri yndislegt, og ráðlegg öllum sem spyrja mig hvort þetta sé þess virði, að þetta sé það sem lífið eigi að snúast um, að eignast afkvæmi sem mar ber ábyrgð á og elur upp af fullri samvisku... það er ekki til hlutur í heiminum sem er eins gefandi... þó svo að perla rós sé án efa ein sú mesta frekja sem til er og að hún sé með eindæmum atygglissjúk, þá skiptir það engu máli, því að þegar mar tekur hana upp og gefur henni smá atyggli, eða gefur henni eftir það sem hún er að frekjast, þá kemur hún alltaf með sætasta bros sem til er og þó svo ég viti að það er ekki hollt að spilla barni, þá finnst mér þetta réttlætt með stóra brosinu hennar :) betra gæti mér ekki liðið...
-mér finnst það ótrúlegt hvað við erum orðin háð gsm símum svona fljótlega eftir að þeir koma á markaðinn... ég man sumarið '98 þá var ég ný kominn með símboða, því að ég var aldrei heima, þetta reddaðist alltaf, það var bara hægt að senda mér skilaboð um að verið væri að reyna að ná í mig, og ef mér sýndist þá hringdi ég til baka... skömmu síðar var ég fyrstur vinanna kominn með gsm síma og hef orðið háðari og háðari honum síðan... ekki eru nema um 4 ár síðan... hvernig verður þetta í framtíðinni þegar allir eru komnir svo með háhraðatengingu við netið heima hjá sér??? ætli við verðum eins og kanarnir og sitjum heima hjá okkur og söfnum spiki??? höldum jarðafarir, fæðingar og allt þar á milli "online", eða náum við að höndla þennan heim þæginda og gerum e-ð sjálf??? getum við hugsað okkur að fara uppí bústað um helgar og slakað á í framtíðinni??? eða verða allir bústaðir komnir með net og gervihnattadisk eftir nokkur ár??? ég vona persónulega að við höldum áfram að njóta þess að lifa á landi þar sem landið sjálft er mun fallegra heldur en þær myndir sem við erum að skoða dagsdaglega á netinu... vonandi förum við ekki að vera það mikið á netinu að það sem við sjáum þar verður raunveruleikinn okkar... heldur vill ég það sem er fyrir utan dyrnar mínar...
-það er nú meira vesenið að koma tölvunni almennilega upp aftur... fyrst er að setja up öll forritin aftur og svo er að laga hluti í biosnum, eins og intel speedstep o.s.frv... mar er enn að vesenast í þessu 2 dögum eftir að hafa fengið hana úr viðgerð...
-tónleikarnir á kringlukránni á morgun... þetta verða fínir tónleikar, og vonandi mæta sem flestir... sýnist á öllu að íbúfen muni spila með okkur, en jonni og co. eru enn til staðar ef við þurfum annað band... við ætlum að byrja uppúr 11 og vera til að verða 1 þannig að þetta er orðið fínnt prógram hjá okkur miðað við að við spilum bara frumsamin annað kveld :)

þriðjudagur, október 29, 2002

-fyrsti almennilgi snjódagurinn... dáldið fyrr en mar átti von á, en þetta er víst ísland, og mar verður bara að sætta sig við það... ég man nú samt þegar ég var krakki og mér þótti fátt skemmtilegra en þegar snjórinn kom... svo fór mar að keyra um á bíl og bölva hálkunni, hanga inni því það væri nú ómögulegt að vera að skíta sig út í þessum snjó, ekki nenti mar að fara í sturtu aftur... stundum held ég að það sé slæmt að eldast of hratt og of mikið... ég hefði ekkert á móti því að geta verið eins og 10 ára barn núna og úti að leika mér í kraftgalla með vinum mínum að fleigja mér um í snjónum og kasta snjóboltum í bílana sem keyra framhjá... en sú tíð er víst liðin og í dag finnst mér snjór bara til ama...
-var að kíkja á síðuna hans sigga pönk og er þetta í raun eina blogg síðan sem ég skoða alltaf því það er svo gaman af þvi sem hann hefur að segja... ég segi ekki að ég sé alltaf sammála honum en hann rökstyður mál sitt vel og hefur oft á tíðum spaugilegt sjónarhorn á hlutunum milli þess sem hann tekur hlutunum föstu taki og deilir á það óréttlæti sem er í heiminum í dag... nú fyrir skömmu var hann að tala um málfrelsi og skoðanafrelsi, sem ríkisstjórnin er greinilega ekki á að eigi að vera til staðar á þessu skeri, og kemur með mjög góða punkta um það sem ríkisstjórnin, með dabba kong í broddi fylkingar, hefur verið að gera undanfarið til að sporna við þessu skoðanafrelsi... má þar bæta við þeim skandali þegar kongurinn dróg hallgrím helga inná teppið hjá sér fyrir skömmu og fór að skamma hann fyrir að hafa skoðun á því sem kongurinn væri að gera... ég hélt nú að menn, sem eru bæði rithöfundar og blaðamenn, ættu nú að hafa skoðun, og að á þessu skeri ættu þeir allavegna að hafa frelsi til að koma þeim á framfæri... kongurinn hefur greinilega ekki verið sammála mér þar og verðum við víst að sætta okkur við það í bili (fram að næstu kosningum allavegna) vonandi förum við þó ekki útí það sem bandaríkinn hafa leiðst útí og leifum kongnum að fara að leika kúreka úr norðrinu...
-glæsilegra gæti það ekki verið :) mar kominn með tölvuna aftur og með 20gb disk þar að auki... búinn að vera að púsla henni saman síðan í gær... bæta inn því sem ég þarf til almennra notkunnar og því sem hún þarf til að vinna með mér... það er ótrúlegt hvað mar gat sætt sig við það að vera með 6gb harðan disk... bara fattaði það ekki fyrr en nú... sem er ekki nema von þar sem ég er með 90gb rúmlega heima :) nú er bara að hlaða inná hana nógu drasli til að leika sér að...

mánudagur, október 28, 2002

-mikið rosalega var e-ð leiðinlegt í bænum á laugardaginn... ekkert mikið af fólki og skítakuldi... endaði með því að ég og bóaz fórum bara heim til hans að hlusta á tónlist og rotuðumst uppúr 4 (ekki ýkja duglegir djammarar þar á ferð)... en þetta var samt frábært kveld... fátt skemmtilegra en að horfa á uppáhaldsfrænku sína gifta sig... heppnaðist allt svo vel og svo voru þau svo ánægð :) þetta hefði ekki getað verið betra... svo var það bara leti í gær... mar nennir aldrei neinu þegar mar er þunnur... svo komu stelpurnar mínar aftur heim í gærkveldi og perla rós var svo ánægð að sjá mig... brosti allan hringinn :) mesta dúlla í heimi :)

laugardagur, október 26, 2002

-þessi verkefni streima bara til mans... nú er komið annað verkefni í markaðsfræðinni og við sem erum ný búin með hitt... svo er það ritgerðin í haglýsingu og tölfræðiverkefnið... mar á bara ekki að hafa tíma til að gera neitt annað en verkefni!!!! ég held ég verði aldrei aftur í svona mögrun fögum í einu........
-loksins kemst mar aftur í tölvu... netið heima enn niðri og blogger var e-ð bilað í gær þannig að það er ekki búið að komast mikið úr þessum litla kolli mínum inná þessa síðu... fimmtudagskveldið var snilld... byrjuðum á að kíkja nokkrir strákar á hard rock, svo var farið heim að skipta um föt og sötraðir nokkrir fleirri bjórar, hópurinn hittist um 6 á stúdentakjallaranum og þar var staldrað við í smá stund áður en haldið var á óðal (þ.e. strákarnir, stelpurnar fóru beint á kaffi rvk) þar sem fylgst var með nöktu kvennfólki og fóru meira að segja nokkrir í "einkadans", sem er víst ekki dauður eins og mar hélt fyrir... þaðan var haldið á kaffi rvk þar sem kynin hittust aftur og buff lék þar fyrir dansi e-ð frameftir... svo þegar verið var að loka og henda okkur út tókum við eftir því að ron jeremy kallinn var mættur á svæðið og fórum að spjalla við hann, fékk mér eiginhandaráritun á kassan og hló aðeins að bumbunni hans :) gaurinn er ekkert smá nöttaður!!! það eina sem hann huxar um er nakið kvennfólk... hver einasta stelpa sem var þarna var spurð hvort hún vildi ekki örugglega fá áritun á rassin... svo var hann duglegur að árita brjóst líka :) gerði það mjög smekklega, með tilheyrandi brjóstakossum og hinni flottustu speglaskrift :) allavegna hinn fínasti gaur... í gær var mér svo boðið til bóazar og ingu mæju, þar sem var smá gathering... mætti bara á bíl en eftir smá tiltal frá bóazi ákvað ég að þyggja eina rauðvínsflösku og sötraði á henni út kveldið :) mjög þæginlegt... svo var kíkt í bæinn, en stoppað stutt og var bara kominn í bólið um 3 annað kveldið í röð... nokkuð duglegur bara... svo er að sjá til hvað ég endist lengi í kveld eftir brúðkaupið :)

fimmtudagur, október 24, 2002

-þetta á eftir að verða fínnt kveld vonandi (stefnir allavegan í það), nóg af bjór e-ð af nöktu kvennfólki og svo auðvitað góður félagsskapur!!!! en fyrrst er að kíkja í körfu og sjá hvort mar sé komin í nógu gott form til að rúlla yfir þessa titti :)
-þetta er nú alveg óþolandi að fá svona líka endalaust af rusl pósti... ég er með junk mail filter mitt sett á hæðsta level í hotmail og það er alltaf fullt... þrátt fyrir það að ég bjó til sér e-mail fyrir allt sem ég skrái mig í... þetta er í raun fáránlegt því að alltaf þegar ég gef upp e-mail á netinu þá gef ég upp netfang sem ég bjó til sérstaklega fyrir svoleiðis hluti, en e-n vegin er nánast aldrei neitt í því pósthólfi en e-mailið mitt er alltaf fullt af rusli... hvað er eiginlega hægt að gera í þessu??? það er óþolandi að þurfa að fara inná póstinn daglega til þess eins að losa ruslið ef e-ð af viti skyldi nú koma... er e-r lausn á þessum vanda???

miðvikudagur, október 23, 2002

-önnur hljómsveitin sem ég ætla að fjalla um heitir dashboard confessional sem er í raun bara einn maður, hann chris carrabba, og spilar hann á kassagítar og saunglar. hann fær með sér nokkra vini sína, ýmist bassa, trommur eða smá selló, sem spila þó yfirleitt lítinn part í lögum hans, sem eru oftast bara hann og kassagítarinn. þetta eru lög sem mar gæti mörg séð fyrir sér með rafmagnsgítar og góðum effectum, en hann kýs að gera þetta hreint og einfallt, og það gæti ekki komið betur út... hann nær að hlaða svo mikilli tilfinningu í hvert einasta lag að það er ótrúlegt... textarnir eru grípandi og margir hverjir hreint ljóðrænir... allir þeir sem hafa áhuga á flottum gítarriffum og almennt góðri tónlist, ættu ekki að láta þetta fram hjá sér fara.... hrein snilld, sem hefur ekki farið úr spilaranum mínum í nokkrar vikur núna :)
-amma mín kom uppað mér um daginn þegar við vorum í skírn hjá bróður-dóttur pabba míns og spurði mig hvort það ætti ekki að fara að skíra perlu rós??? mér finnst þetta orðin hálf leiðinleg spurning, því það vita það allir í fjölskyldunni að við drífa ætlum að leyfa henni að ráða því sjálf, þegar þar að kemur (orðin nógu gömul til að skilja hvað trúarbrögð ganga útá, eða ef hún vill fermast), hvort hún verði skírð eða ekki... amma fór að tala um það hvað þetta væri rangt og að perla rós yrði fyrsta barnið í ættinni sem ekki yrði skírt... alltaf er e-ð fyrrst!!! mamma mín fer í kirkju öðru hvoru og pabbi minn er safnaðarformaður, þannig að það skilja það fáir hvað ég er trúarlaus... mamma segir reyndar að hún trúi ekki á þann guð sem er verið að tala um í biblíunni, heldur finnist henni guð vera það sem er gott í hverjum og einum... mér finnst það vera góð skýring á guði, en skil ekki afhverju ég ætti að fara í kirkju og tilbiðja e-n guð sem tilheirir trúarbragði sem ég er ekki sammála??? mér finnst það rangt, og drífa er sem betur fer sammála mér um það, að kirkjur og opinber trúarbrögð eru ekki e-ð sem ég vill þröngva uppá perlu rós... okkur finnst hún eigi að fá að ráða því sjálf hvort hún muni trúa á þann guð sem mótmælendur trúa á hér á landi eða hvort búdda sé meira fyrir hana, jafnvel að hún geri eins og foreldrar hennar og trúi bara á hið góða í sjálfri sér og öðrum, óháð trúarbrögðum, en þetta er ekki e-ð sem ég er tilbúinn að segja henni að gera, eða beina henni inná þá braut að halda að kristni sé það eina rétta í þessum heimi ofsatrúarmanna og "villitrúarmanna"... ég mun ekki kenna henni faðirvorið eða skilda hana til að skírast... hún mun vonandi hafa þann möguleika og það sjálfstæði, að ákveða það sjálf hvað hún gerir með sitt líf...
-mar má nú ekki gleyma að segja frá því að hún perla rós dóttir mín er orðin 5 mánaða í dag :) hún byrjaði daginn með látum... dat í fyrsta skiptið útúr rúminu og var ekki alveg sáttust við það.. en eins og sannri hetju sæmir var hún fljót að jafna sig og byrjuð að brosa eftir smá öskur :)
-haldiði ekki að hann kalli litlibróðir hafi ekki bara reddað klukkunni hjá mér, reyndar var það líka hann sem skrifaði scriptið, þannig að nú er hægt að sjá hvað klukkan er á meðan bloggið er skoðað :)
-annars var dagurinn í gær hreinnt helvíti... fór með lapparann í viðgerð og þeir vissu ekki hvort þetta væri harði diskurinn eða móðurborðið... svo var netið heima ekki að virka, þannig að ég gat ekkert gert í gær :( haldiði að það sé nú illa farið með mann... ég er nú að reyna að bæta mér þetta upp í dag með því að breyta útliti síðunar minnar og skrifa smá meira inn hér en venjulega :) mar verður nú að halda sönsum :)...
-svo fréttum við það í gær að tónleikunum okkar hafi verið frestað um viku.. þannig að þeir verða á kringlukránni næsta fimmtudag... sem þýðir það að ég kemmst á karla og kvennakveldið hér í viðskiptafræðinni... svo er það brúðkaupið hjá sigurlaugu á laugardaginn :)

mánudagur, október 21, 2002

-klukkan mín vill ekki virka... er að reyna að setja upp live clock í java script, en það gengur ekki upp hjá mér... hún bara vill ekki birtast... ef e-r getur hjálpað mér væri það æðislegt... hún virkar neblega í frontpage og notepad formi en ekki hér í blogginu mínu??? jæja mar reynir áfram...
-það kom að því... ég crashaði lapparanum mínum í dag... var að keyra of mikið í einu á honum og hann fraus og þegar ég reyndi að restarta þá kom bara "no operating system found"... þannig að ég kíkti á tólvuséníin í vinnunni hjá mömmu og þeir sögðu að þetta væri líklegast e-ð með móðurborðið... sem er ekki sniðugt.. en það kemur betur í ljós á morgun þegar ég fer með tölvuna uppí opin kerfi og leyfi þeim að gruska aðeins í henni... annars þakka ég bara fyrir það að eiga aðra tölvu, því annars væri ég að fara yfirum núna :).... surviver kveld í kveld hjá auði og hróa... þannig að það verður bara afslöppun og ekkert lært :)
-tók vondakallaprófið hjá óskímon og þetta var útkoman


Hvaða teiknimyndavondukall ert ÞÚ?


-mikið ofboðslega hef ég gaman af því að breyta blogginu mínu... alltaf að fatta nýja hluti til að breyta útliti síðunar... gaman gaman... og mikið ofboðslega var gott að sofa út aftur :) það er ekki á hverjum degi sem að kennarar forfallast í hákólanum... sem er annað en í menntó þegar það gerðist nánast á hverjum degi...
-fór á æfingu í gærkveldi eftir afmælið... vorum að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir tónleikana á fimmtudaginn á kringlukránni :) þetta verður vonandi gaman, við ætlum bara að spila frumsamin lög í fyrsta skiptið :) engin cöverlög þetta kveldið... þannig að við erum búin að vera að fullklára lögin sem annars hefðu þurft að bíða betri tíma, og erum komin með 12 nánast fullkláruð lög sem verður að teljast nokkuð gott.. vonandi verður tekið vel í þau á fimmtudagin en það kemur bara í ljós...

sunnudagur, október 20, 2002

-það er svo ótrúlega gott að eiga svona rólega sunnudaga... búin að vera erfið vika þar sem ég hef ekki náð að sofa nóg, en svo kemur sunnudagur og ég fæ að sofa út, drattast um mýglaður og óklæddur eins mikinn hluta af deginum og ég vill og öllum er alveg sama :) í dag var mér reyndar boðið í afmælisveislu hjá mágkonu minni, henni kollu, sem átti afmæli um síðustu helgi, en hvað er betra á sunnudögum en að skófla í sér nokkrum tertusneiðum og sötra gos, án þess að fá nokkuð samviskubit, ekki það að mar fitni mikið þegar mar æfir svona mikið... reyndar eftir að sjá hvað verður um nárameiðslin sem ég varð fyrir í gær í fótboltanum, en ég held að ég hafi bara tognað lítið og verði orðin fullfær um að pína sjálfan mig meira í rætinni á þriðjudaginn :) og sko, haldiði að það sé fínnt, frí í tímanum í fyrramálið þannig að ég get sofið út annan daginn í röð :) en hvað mér líður vel núna :)

laugardagur, október 19, 2002

-þetta er nú búinn að vera meiri dagurinn... byrjar á sigri liverpool svo var mar ógó duglegur og fór í rætina og hljóp í klukkutíma áður en ég fór í fótbolta með nokkrum félögum svo var brunað beint á æfingu.... haldiði að það sé nú dugnaðurinn :) svo er það bara matur hjá foreldrunum og heimsóknir til vina til að fullkomna kveldið.....
-jæja náðum ekki að horfa á red dragon nema fyrir hlé.... perla rós var brjáluð hjá mömmu þannig að við urðum að fara heim í hléi :( svona er það víst að venja krakka af foreldrum sínum.... leigðum bara what´s the worst that could happen í staðin... hún var nokkuð skondin... fínasta afþreying allavegna... jæja þá eru það dæmatími, fótbolti og æfing fyrri hluta dagsins og svo spurning með kveldið....

föstudagur, október 18, 2002

-hvað er málið með veðrið á þessu skeri???? komið frost og bylur strax... ég sem var að vonast eftir því að hafa hitan yfir frostmarki allavegna út mánuðinn.... það á ekki að koma vetur fyrr en í nóvember... spurning hvernig airwaves fólkið eigi eftir að fíla sig að labba á milli staðana í þessu veðri? allavegna sáttur við að vera ekki á útleið þetta kveldið :) bara red dragon hjá mér í kveld....
-sé að batman hefur verið að hanga inn á clubrubber...... katrín lenti í armbandsveseninu sem ég var svo hræddur við í gær þegar hún reyndi að komast inná airwaves
-ekkert airwaves hjá mér í kveld... nenni ekki að taka sénsin á því að komast ekki inn eftir að hafa beðið úti í kuldanum... og ekki er séns að ég fari og kaup mér armband til þess eins að komanst inná eina tónleika... ákvað í staðin að koma mér í bíó með henni drífu minni.... ætlum við að gera aðra tilraun við að skilja perlu rós eftir hjá mömmu minni... en síðustu helgi var reyndum við þetta fyrrst og hún var ekki aldeilis sátt að fá ekki brjóstið sitt þegar hún átti að fara að sofa, bara e-n skitin pela sem ekkert er hægt að slást við... en við ætlum að kíkja í á red dragon kl 10:30 og perlan á að sofna um kl 10 ef allt verður eðlilegt... þannig að við vonum bara hið besta...... annars er líka nóg að gera á morgun (byrjar strax í fyrramálið með dæmatíma) þannig að það er fínnt að taka því bara rólega í kveld....

fimmtudagur, október 17, 2002

-það er spurning með að kíkja á airwaves á morgun..... maus, botnleðja, fídel og mínus að leiða saman hesta sína á gauknum.... ekki geta það orðið amarlegir tónleikar

-það er nú meira hvað mar er búinn að vera duglegur að mæta í ræktina :) tími á þriðjudag, karfa í gær svo aftur í hádeginu í dag og svo tími nú í kveld :) þetta er nú ávísun á betra þol og minni bumbu :) ..... svo er æfing núna kl.9 og tónleikar eftir viku.... allt að gerast.... ekki má nú gleyma að sigurlaug rósa frænka mín er að fara gifta sig honum denna kallinum eftir rétt rúma viku (26.) gaman gaman :)
-alltaf lærir mar e-ð nýtt :) nú er ég búinn að læra hvernig eigi að láta linka opnast í nýjum glugga og hvernig eigi að setja orðsendingu á linkunum :) hver segir að mar þurfi að fara í skóla til að læra svona :) kanski er ég bara svona klár :)

miðvikudagur, október 16, 2002

-well þá er mar kominn með fyrstu einkunnina :) 7 í þjóðhagfræðiprófinu.... bara skít sæmilegt... hefði mátt gera betur en svona verður þetta víst þegar verið að prófa með krossaspurningum..... aldrei gét ég fengið hátt í því..... gengur bara vonandi betur í lokaprófinu :)
-duglegur strákur, loksins mættur aftur í vinnuna..... fyrsta skiptið í 2 vikur!!! ekki halda að ég hafi verið latur eða e-ð... bara búið að vera allt of mikið að gera.... en mar verður víst að borga reikninga um mánaðarmótin þannig að vinnan blívar í dag :)

þriðjudagur, október 15, 2002

úff tölfræðin er ekki svo einföld!!!!! fer vonandi að átta mig á þessu öllu :)

mánudagur, október 14, 2002

-hitti stelpu í dag sem ég var að vinna með fyrir nokkru og hef ekki hitt núna í um ár. síðan ég kynntist henni hefur hún alltaf verið með spangir, alltaf mjög sæt en, eins og gerist oft þegar fólk fær spangir, þá brosti hún með lokaðann munninn. það er ótrúlegt hvað fólk breytist þegar það er búið að taka úr þeim spangirnar, það birti hreinlega yfir henni og hún virtist mun sælli, þó svo að hún hafi vafalaust verið ánægð með lífið áður fyrr......

-byrjaði í dag, með högna, að undirbúa ritgerðina okkar um kreppuna á íslandi á árunum 1930-40, vorum uppá hlöðu að sækja okkur heimildir og punkta niður hvernig við vildum hafa hana, ógó duglegir :) svo er bara að kýla á þetta ef mar ætlar að klára 20-25 bls ritgerð fyrir 5. næsta mánaðar..... segir ekki e-r staðar, "hálfnað er verk, er hafið er"..... og hana nú....

sunnudagur, október 13, 2002

-heldurðu að það sé lúxus líf, engin þynka :) það hlaut að koma að því

-fyrsta æfingin í tvær vikur gékk fínnt. farin að einbeita okkur að frumsamda efninu

-perla rós er svo ánægð með nýja tóninn sinn.... hún skrækir og skrækir allan daginn, sem betur fer erum við ekki með neinn kristal :)

laugardagur, október 12, 2002

-þá er búið fyrsta prófið :) gékk bara fínnt þó svo að ég hati krossaspurningapróf!!!!

-ólafur níels frændi drífu er að halda uppá afmælið sitt í kveld á gauknum
-sif er að halda matarboð í tilefni afmælis sín í kveld sem ég og drífa erum að fara í (perla rós fær pössun hjá afa og ömmu)
-svo er afmæli hjá högna (nóg að gera)

-fór á players eftir prófið að horfa á landsleikinn.... mikið andskoti geta íslendingar verið lélegir!!!!!!!
-til hamingju með afmælið kolla :)

föstudagur, október 11, 2002

-aarrrrrrrrrrggg!!!!!!! próftaflan mín er komin og ég er í prófum 7 - 10 - 12 - 16 - 17 - 18 - 19.des hversu þétt á þetta að geta orðið?????????? nú vitum við allavegna það að ég mun ekki sjást í desember fyrr en 19. eins gott að vera duglegur núna þannig að mar verði ekki að drukkna gjörsamlega í prófunum.....
-veit e-r leið til að halda sér vakandi yfir þessum bókum???????????? ef mar drykki nú bara kaffi............
-jæja þá er mar kominn með smá blogg pláss. skrifa kanski oftar þá en það kemur bara í ljós.
-þetta hérna að neðan er það sem var komið á síðuna mína. jæja próf á morgun, aftur í bækurnar
10.10.02

-til hamingju með afmælið sigrún :)

-það er of mikið að gera hjá mér þessa dagana, er að skila verkefninu í markaðsfræði í dag og fer í próf í þjóðhagfræði á laugardaginn svo þarf mar að fara að gera verkefnið í tölfræði og byrja á ritgerðinni í haglýsingu, þannig að eins og gefur að skilja þá er ég ekki búinn að mæta í vinnuna síðan í síðustu viku. er þó búinn
að vera duglegur og er kominn með kort í sporthúsinu :) er búinn að fara í einn þrektíma og fer í annan í kveld, plús það að fara í körfu í hádeginu :) þetta er allt að
koma hjá manni, áður en mar veit verð ég kominn í form og búinn að losna við fæðingabumbuna :)

05.10.02

-fyrsta hljómsveitin sem ég ætla að rita aðeins um er uppáhaldshljómsveitin mín, radiohead. ég heyrði fyrst í henni um 1994 þegar e-r snillingur
setti creep á fónin í útvarpinu, það leið samt rúmt ár þangað til að ég fór að hlusta e-ð á hlómsveitina, þegar ég keypti mér aðra plötu þeirra, the bends.
sögu sveitarinnar er svo hægt að nálgast hér, og hér getið þið nálgast fréttir af þeim.

-nóg að gera framundan!!! dæmatímar á laugardögum, verkefni í hverri viku, vinna þegar tími gefst og svo á mar að eiga líf í þokkabót?
ekki halda að ég sé að kvarta :) mér líður vel :)

30.09.02

-ég er latur!!!!!!!!!!!!!!!!! er að reyna að vera að duglegur að læra en gengur misvel. jæja þetta er nú allt að skánna, er farinn að opna bækurnar :)

-var að ná í "nýja" lagið með nirvana og er bara nokkuð sáttur :) það er ekki á hverjum degi að maður heyrir e-ð nýtt með þeim.

-calvin og hobes eru snillingar :)

27.09.02

-Hérna hef ég áætlað að halda uppi smá dagbók þar sem ég skrifa inn það sem er að gerast í heimi hins stórmerkilega árna :) einnig ætla ég að koma hér með pistla um þær hljómsveitir sem mér þykir hvað áhugaverðastar og um það sem mér þykir áhugavert í hinum stóra heimi þá stundina.

-það er ekki mikið um að vera þessa dagana. er mestan tíma uppí skóla að byrja á verkefni í markaðsfræði. vinnan hefur verið lítil undanfarið þar sem perla rós og skólinn hafa haft forgang,