fimmtudagur, nóvember 28, 2002

-þá eru komnar inn nýjar myndir af perlu rós....
-þá er drífa búin með 3 próf af sínum 4 og ég því mættur aftur í skólan eftir að hafa verið með prinsesuna mína síðustu daga.... síðasti dagurinn í skólanum á morgun svo er það bara að fara að lesa fyrir prófin.... það skýrist líka á næstunni hvort ég fái e-a vinnu í víkinni í sumar eða hvort ég húkki í bænum meðan konurnar mínar verða í sveitinni.....

sunnudagur, nóvember 24, 2002

-búin að vera hin fínasta helgi... tengdó búin að vera í bænnum og buðum þeim og foreldrum mínum í mat á föstudaginn og var svo sötrað rauðvín fram á kveld... í gær var slefað meira yfir þessu tölfræði verkefni og svo farið á sennilega síðust hljómsveitaræfinunguna fyrir próf... svo var bara hangið með tengdó og sötraður bjór fram á kveld :).... svo mössuðum ég og leifur verkefnið í morgun (kjartan var með okkur í lasnum huga sínum) og er nú í mat hjá foreldrunum... ekki slæm helgi það :)
-mössuðum tölfræði verkefninu loksins í gegn.... skilum því í fyrramálið... loksins fæ ég frí í nokkra daga frá þessum endalausu hópverkefnum... ætli mar nýti ekki tíman í að vera með perlu rós og lesa fyrir prófin... :)
-komst ekki á netið til að óska henni perlu rós minni til hamingju með afmælið í gær... stóra daman mín er orðin 6 mánaða :) svaka gaman

föstudagur, nóvember 22, 2002

-til hamingju með afmælið kalli frændi....
-úúú tölfræði er ekkert að verða skemmtilegri..........

fimmtudagur, nóvember 21, 2002

-hvað er málið með þetta???? hvað verður næst???? no idea.....
-það eru ekki allir þar sem þeir eru séðir......

miðvikudagur, nóvember 20, 2002

-mig langar hér að segja ykkur frá bandi sem heitir The Juliana Theory.... hún spilar rokk sem jaðrar við emó en er samt ekki alveg hægt að flokka þá þar.... hún byrjaði sem side prodject árið 1997 en varð smám saman meiri alvara þar á ferð... hér getið þið lesið bæóið þeirra... þetta er svona rólegheitar rokk í anda banda á borð við sunny day real estate og höfðar einstaklega vel til allra þeirra sem hlusta á "tónlist" á annað borð :) endilega kíkið á þá....
-tölfræði er leiðinleg!!!!!!!!!!!!!!!!
-tölfræði er leiðinleg!!!!!!!!!!!!!!!!
-tölfræði er leiðinleg!!!!!!!!!!!!!!!!

þriðjudagur, nóvember 19, 2002

-jæja þá er það búið.....
-gærdagurinn var nokkuð þurr... fór reyndar í ungbarnasund með perlu rós og það er alltaf gaman... en svo var hangið frameftir uppí skóla að gera markaðsfræðiverkefnið... eini kosturinn við það er að verkefnið er eiginlega búið... þá er bara að fara að gera tölfræði verkefnið á morgun... verð sennilega allan daginn að því gamangaman.... survivor í kveld í sportistahúsinu aðeins að hrista af sér slenið :) edda og aníta ætla að mæta og haukur kemst vonandi núna...

sunnudagur, nóvember 17, 2002

-til hamingju með afmælið afi....
-til hamingju með afmælið haukur (duglegur)....
-og síðast en ekki síst til hamingju með afmælið arnar....
-haldiði að það sé skandall... liverpool gerði jafntefli við sunderland!!!! þrátt fyrir að hafa verið í sókn allan leikinn... liverpool átti 22 skot á markið en sunderland ekkert... liverpool átti 12 horn en sunderland ekkert!!!!! liverpool var með boltan 68% af leiknum en samt tókst þeim ekki að skora!!!!! þetta er nú að verða ansi lélegt!!!!

fimmtudagur, nóvember 14, 2002

-þar sem mar er nú farinn að skrifa aftur inn þá verð ég nú að bæta inn því sem hér vantar...
-fórum í ungbarnasund með perlu rós í fyrsta skiptið á mánudaginn og var það alveg brilljant... hún buslaði um og skrækti af ánægju :)... næst verður mar að vera með myndavél til að ná þessu á filmu og sýna ykkur... það verða tímar hjá okkur næstu 9 mánudaga og hlakkar mikið í manni að fara í næsta tíma og láta hana busla meira :) e-ð sem ég mæli með fyrir alla nýbakaða foreldra...
-var að lesa viðtal við houllier á planetfootball þar sem hann er að tala um steven gerrard... þetta er e-t það sem ég er búinn að vera að bíða eftir.... stevieG er ekki búinn að vera að spila vel undanfarið og houllier er bara að segja að hann sé að verða pirraður á því hvað hann er búinn að vera að bregðast honum með lélegum leik sínum, þegar hann er búinn að fá ótal tækifæri til að taka sig á og sanna sig... þetta kemur náttúrulega í framhaldi af leiknum hörmulega á þriðjudaginn á móti basel þar sem liverpool datt út úr meistaradeildinni með skömm!!!!!!!
-þetta gengur nú ekki að mar skrifi ekki lengur hérna..... búinn að vera öfga latur þar sem ég hef verið að einbeita mér að heimasíðunum mínum( brostu og whole orange ) en ég reyni nú að bæta úr þessu.... það þýðir nú ekkert að vera feiminn að skrifa e-ð inná þetta blogg bara af því að mar er umkringdur fólki... ekki eins og þeim sé ekki alveg sama, og þeim sem er ekki alveg sama munu hvort eð er lesa þetta ef þeir vilja.... (verð að fara að taka á þessari feimni við það hvað fólk er að hugsa um mig!!!!!)

laugardagur, nóvember 09, 2002

-þá er mar loksins búinn að skila ritgerðinni, en ég og högni fórum með hana uppí skóla í gær og skéltum henni í hólfið hjá kennarunum, okkur til mikillar gleði :) svo var bara haldið uppá það í gær með því að skreppa í vísindaferð í tal ásamt nokkrum öðrum viðskiptafræðingum... drífa ákvað að stinga af úr bænum eina ferðina enn með perlu rós þannig að það kom ekki mikið annað til greina en að hrynja í það, sennilega í síðasta skiptið fyrir prófin.... dagurinn í dag er ekki búinn að vera eins góður... búinn að vera öfga þunnur og svo bætti liverpool það ekki upp þegar þeir töpuðu sínum fyrsta deildarleik á síðustu mínútunum fyrir m´boro... spá í að slaka bara á í kveld og glápa á vídeó... nema e-r komi með betri hugmynd... það verður allavegna ekki drukkið!!!!!!

miðvikudagur, nóvember 06, 2002

-það er ótrúlegt að mar er orðin það upptekin í þessu lífi að ég kemst ekki í vinnuna nema 1 sinni í viku og það bara í mesta lagi í 7 tíma... eftir áramót ætla ég ekki að vera í svona mörgum fögum og ætla að hafa meiri tíma fyrir mig og fjölskylduna... þegar ég og högni verðum búnnir með ritgerðina á föstudaginn þá tekur við skýrsla í tölfræði og ritgerð í markaðsfræði ásamt því sem að það styttist í prófin... vá hvað ég ætla að slaka á um jólin :)

þriðjudagur, nóvember 05, 2002

-kreppan er undirstaða alls hins illa!!!!!! ég er ekki búinn að gera neitt annað en að skrifa um þessa kreppu á íslandi síðustu daga... ef það kemur e-n tíma aftur kreppa hérna þá fel ég mig inní kompu og læt ekki sjá mig fyrr en það er búið að útrýma henni!!!!!! annars erum ég og högni að verða búnnir með ritgerðina og eigum að skila henni á föstudaginn... hvernig nennir kennari að lesa yfir rúmlega 20 blaðsíðna þurrkunturitgerðir... ég held að það sé ekki hægt að finna minna spenandi efni til að skrifa um...

mánudagur, nóvember 04, 2002

-fór á katrín.is og tók office space test þar... þetta var útkoman...

What Office Space character are you?

brought to you by Quizilla
-fór aðeins út með strákunum á laugardaginn... haukur sofnaði 2var á vegamótum og hvarf svo þegar við vorum að fara þaðan... hrói ákvað að prikið væri skemmtilegasti staðurinn og fór þangað, sem er e-ð sem ég og lalli nentum ekki... þannig að það endaði með því að lalli splæsti fyrir mig inná gaukinn svo hann gæti hitt stelpu sem hann var að reyna við :) mjög furðulegt kveld og var kominn snemma heim bara :)
-var í prófi á laugardaginn í rekstrarhagfræði... eins og alltaf voru þetta bara krossar... og eins og venjulega þá veit ég ekkert hvernig mér gékk með þessa krossa... kemur bara í ljós á næstunni...
-svo erum ég og högni búnnir að vera ýkt duglegir með ritgerðina og verðum vonadi búnnir með hana á miðvikudaginn svo að við getum skilað henni á föstudaginn...
-perla rós er að byrja í ungbarnasundi næsta mánudag... hlakkar mikið í mér að sjá hana sprikla um í lauginni... ef hún skemmtir sér e-ð nærri eins vel þar og hún gerir í baðinu heima þá verður þetta snilld :)

sunnudagur, nóvember 03, 2002

-til hamingju með afmælið karl jóhann

föstudagur, nóvember 01, 2002

-fer að koma mér heim því að ég er að fara í 50 ára brúðkaupsafmæli hjá ömmu minni og afa... ótrúlegt hvað fólk endist saman... mér finnst það góður fyrirboði að sjá að einhverjir endist svona lengi því það er ekki til að hugga mann að helmingur giftinga endar með skilnaði (minnir að það hafi verið svo hátt)... ætli ég og drífa verðum ekki saman eftir 50 ár :)... vona allavegna að ég verði á lífi þá............
-úúúhhh gaman gaman :) ég er búinn að breyta heimasíðunni minni loksins :) mar verður alltaf að prófa sig áfram... hún er ekki fullkláruð enn, og á eftir að bæta við hana t.d upplýsingum um perlu rós :)