laugardagur, desember 28, 2002

-já þetta eru nú búin að vera brilljant jól :):):) vorum í víkinni þangað til í gær og erum bara búin að vera í góðu yfirlæti og ofboðslega mikilli afslöppun... tókum mynd af öllum 5 ættliðunum á fimmtudaginn... ekki oft sem mar sér svona marga ættliði samankomna.... svo var rúntað í bæinn í gær og skellt sér í matarboð hjá foreldrunum... í dag verður bara tjill, kanski kíkt til krumma frænda í kaffiboð, en það kemur bara í ljlós :):):) mmmm fullt af afslöppun eftir erfið próf....
-hvernig komstu í skólan??? nú með þyrlunni minn auðvitað!!!!!

þriðjudagur, desember 24, 2002

-til hamingju með afmælið svansie
-GLEÐILEG JÓL

mánudagur, desember 23, 2002

-þetta er nú rosalegt hvað menn nenna að spá fram og til baka... ég trúi því nú ekki að liverpool fari að selja jafn góðan leikmann og dudek er...
-vúúú!!!! það er búið er vera brilljant að vera í fríí síðan á, jaa í raun laugardaginn... útskriftin og veislan hjá drífu voru snilld á föstudaginn og svo vorum við með smá partý á dubliner um kveldið... fín mæting og mikið drukkið... fyrsta fyllerí drífu síðan, jaa í eitt og hálft ár!!!! nokkuð vel afrekað hjá stelpunni... og svo var perla rós svo dugleg, að hún svaf bara hjá ömmu sinni og afa, og var enn sofandi þegar við komum heim klukkan 4 að morgni... svo var farið í jólainkaupapakkan á laugardaginn og náðum við að redda því á ótrúlega skömmum tíma... og viti menn, það var dottið í það aftur um kveldið... farið í partý hjá læknunum og tönsunum og því pakki öllu... hörkufjör... allir í góðum gír, fullt af bjór og verðandi læknum í góðu glensi... svo kíktum við lalli bara í bæinn og föndruðum mikið þar... svo kom bara allt í einu sunnudagur og hann var nýttur í afmæli hjá todda kalla frænda mínum, en kallinn sá er orðinn fertugur... svo var keyrt út með gjafir og kíkt í heimsóknir... nú erum við bara komin austur til víkur og erum með það á daskránni að sofa út og slaka á með fjölskyldunni hennar drífu... ahhh jólin á morgun!!!!! :):):):) þetta verða góð jól :):):)

fimmtudagur, desember 19, 2002

-vvvveeeeeeeeiiii.... ég er búinn í prófum :):) það var líka kominn tími til :) og þetta líka ótrúlega auðvelda próf :) það eru nú bara allar líkur á því að ég nái öllu :) haldiði að stráukurinn sé ekki duglegur :)
-nú er það bara stúdentsveisla og það sem því fylgir hjá drífu á morgun og svo brunað austur á mánudaginn til að halda upp á jóliln :) svo má nú ekki gleyma því að sigrún kemur heim frá baunalandinu á morgun... mætir beint í veisluna hjá stóru systir :)
-bara afslöpun í kveld og bjór sötraður yfir góðri bíómynd :) ahhhh afslöppun dauðans...
-vá hvað ástþór er bilaður!!!!!
-þá er liðið að því.. síðasta prófið :):):):):):):) alveg að verða búinn... prófið í gær var óvenju létt... held ég??? allavegna gékk mér fáránlega vel í því og var búinn eftir einn og hálfan tíma... annars gæti kennarinn hafa verið að plata mig feitt eins og í fyrra þegar ég féll í þessari þjóðhagfræði... vonum það besta bara :)... tölfræði núna og svo jólafrí... jibbí jibbí jei :)...

þriðjudagur, desember 17, 2002

-próf númer 2 í þessari törn búið... þá eru 4 próf búin og 2 eftir... ekki slæmt það að vera búinn með rúmlega helmingin... þetta gékk fínnt, mar bullaði endalaust um það sem mar vissi í þessari markaðsfræði, en svo verður að koma í ljós hvort kennaranum finnist það vera jafn mikið vit í því sem ég sagði og mér fannst það vera... allavegna e-ð rétt hjá mér veit ég... ahhh hætta að hugsa um það og fara að einbeita sér betur að þjóðhagfræðinni... nú er bannað að falla!!!!!

mánudagur, desember 16, 2002

-þá er fyrsta prófið í þessari törn búið... fjármál... var í raun alveg eins og við vorum búnnir að búast við, en mar fer ekki að hrósa sigri of snemma... það gerðu nánast allir í fyrra og svo féll 70% í þessu... ég gerði allavegna mitt besta, miðað við tíma og áhuga... svo er það bara markaðsfræði á morgun og hana nú... lesa meira...

sunnudagur, desember 15, 2002

-læra læra meira læra læra meira og svo reyna að læra enn meira.... kanski ég komi smá mat inní þarna e-s staðar... kanski ég læri bara meira...

laugardagur, desember 14, 2002

-vá loksins stendur e-r þjóð uppí hárinu á þessum sjálfskipuðu "leiðtogum heimsins" :) ég þoli persónulega ekki þann yfirgang og það mikilmenskubrjálæði sem ríkir í bandaríkjunum... þeir eru smám saman að drepa sjálfa sig með þessari eilífðar afskiptasemi og órökréttu eiginhagsmuna pólitík... þeir halda því fram að þeir séu að reyna að koma á friði í heiminum... en á meðan hóta þeir að drepa íraka ef þeir gera ekki eins og þeir segja og koma í veg fyrir lausn á deilu ísraela og palestínumanna með því að halda því fram að samkomulagið sem un vill leggja fyrir löndin 2 í miðausturlöndum sé ekki réttilega orðaður... þeir geta bara ekki viðurkennt að það eru svo margir gyðingar sem hafa allt of mikil áhrif í bandaríkjunum að þeir geti ekkert gert þó svo að ísrelar séu að fremja þjóðarmorð á hernumdu svæðunum... þessi þjóð er endalaust dæmi um hræsni... ég segi drepum bush og reynum að koma á alvöru friði í þessum heimi... heimi þar sem bandaríkjamenn hafa ekki tækifæri til að leika alheimslögguna... þeir geta ekki einu sinni haft almennilega löggæslu í sínu eigin landi, hvað þá sagt öðrum hvað er þeim fyrir bestu... þetta er kjaftæði... hvenær hefur þessi maður gert e-ð friðsamlega, nema vera þvingaður til þess af meirihluta heimsins??? hann gat ekki sinni unnið kosningar til embættis friðsamlega, heldur þurfti að svindla... þetta finnst mér ekki skrýtið... og á mar að trúa þessu þegar þeir eru alltaf að þessu??? hver myndi ekki reyna að leiða menn sem eru alltaf að ráðast á landið sitt í nafni "friðar" í gildru??? eða allavegna angra þá e-ð...
-jæja þá er mar mættur enn einn daginn í odda að lesa fyrir þessi próf... drífa skilaði inn ritgerðinni sinni og verkefninu sem hún átti eftir áðan, og er þar af leiðandi orðinn stúdent :) til hamingju með það ástin :)... eina sem er eftir núna er að ná í skírteinið næsta föstudag og þá er þetta orðið formlegt hjá henni :) jæja þá er að skella sér í dæmin og glærurnar...

föstudagur, desember 13, 2002

-arrggg ég er ekki að höndla það að fara í 4 próf í næstu viku... er búinn að vera að fara yfir þjóðhagfræðina í allan dag og var að fara yfir markaðsfræðina meira og minna allan daginn í gær... það er ekki enn búinn að gefast tími til að fara yfir tölfræðina... þannig að morgundagurinn fer sennilega í það... vá hvað þetta á eftir að vera alveg á mörkunum ef þetta hepnast... það er allavegna óskandi að ná allavegna öllum prófunum... jæja ég er bara farinn að tala upp úr svefni núna... besta að fara að lesa meira.... smá til að lífga upp á daginn :)

fimmtudagur, desember 12, 2002

-fengum smá hjálp við fjármálin í gær, og held ég svei mér þá að eigi eftir að ná þessum kúrs bara :) annars er mar bara að hangsa uppí odda eins og venjulega að reyna að troða þessum fögum inní kollin á sér... drífa var nú að klára síðasta prófið sitt áðan... á bara eftir að skila inn ritgerð og einu verkefni og svo er hún orðin stúdent :) ofsa dugleg... jæja nóg blaður farinn að læra....

þriðjudagur, desember 10, 2002

-ahhh próf númer 2 (af 6) búið :) þetta var nú ekki erfitt próf... bara skrifa niður nokkrar skilgreiningar... veit samt ekki hvað ég fæ þar sem ég á svo erfitt með að koma svona hlutum frá mér í nógu góðu samhengi... en ég náði nú að svara öllu og prófið er ekki nema 40% móti 60% ritgerð... þannig að ég ætti að vera í góðum málum með að ná allavegna áfanganum... þá eru bara prófin 4 í næstu viku eftir.... úff hvað mig hlakkar ekki til að vera í prófum 4 daga í röð... hvað þá að byrja að læra fyrir þau núna... mig langar í smá frí með stelpunum mínum :( mar nýtir bara jólafríið þeim mun betur í staðinn.... :)

mánudagur, desember 09, 2002

-jæja þá eru stelpurnar mínar loksins komnar heim til mín :) happy happy joy joy :) svo er mar bara hangandi uppí skóla að læra, þar sem mar á að mæta í próf klukkan 9 í fyrramálið í haglýsingu... eitt rosalegasta kjaftafag sem til er... það er bara verið að blanda sögulegum staðreyndum saman við hagfærðina og hvernig hún hefur orðið fyrir áhrifum af hinum ýmustu sögulegu hlutum... hmmm afhverju ætli það hafi verið kreppa eftir að svarti dauði reið yfir landi??? allavegna ekki flókið fag... :)
-svo er mar búinn að bæta snjó við heimasíðuna... svona þar sem það á ekki að snjóa hér þá fannst mér það tilvalið... ekki mikið fyrir rauð jól :)

sunnudagur, desember 08, 2002

-hvað er málið??? mér finnst það ekkert sniðugt þegar stjórinn fer að benda á ákveðin atriði og kenna ákveðnum leikmönnum um... þetta er ekki e-ð sem byggir upp sjálfstraust hjá leikmönnum og hjálpar þeim að komast aftur á sigurbrautina...
-jæja þá er fyrsta prófið búið :) held að mér hafi bara gengið fínnt... allavegna vona ég það... svo var öllu sleigið upp í kæruleysi í gær og bara dottið í það... ekki er ég sniðugastur í heiminum, en það var fínnt að fá smá útrás... reyndar ekki alveg jafn fínnt í dag, en.... aldrei lærir mar af mistökunum... þynka er ekki tilvalin þegar mar á að vera að læra!!!! æi skítt með það, ég er búinn að lesa fullt fyrir næsta próf þannig að mig kvíður það ekkert.... svo koma stelpurnar mínar vonandi heim á morgun... fær mar loks að knúsa þær aftur... það er ekkert sniðugt að hleypa þeim svona í burtu í sveitina... allavegna ekki í svona langan tíma...

föstudagur, desember 06, 2002

-já gunni við verðum að vara e-n við allavegna...

I am Patrick Bateman


Find out which American Psycho character you are



-má ekki gleyma að óska mömmu og pabba til hamingju með brúðkaupsafmælið... held þau séu orðin 28 núna??? ekki alveg viss hvort það var 28 eða 26... allavegna til hamingju :)
-svo gleymdi ég að óska hadda frænda til hamingju með afmælið um daginn (27.nóv) og reyni ég að bæta það upp hér :)
-svo varð lalli 25 ára á þriðjudaginn og gleymdi ég líka að óska honum til hamingju... vá hvað minnið er orðið slæmt... þrátt fyrir það að hann hafi boðið mér í kökur og fínerí... það eru ekki margir 25 ára piparsveinar sem baka á afmælinu sínu... held að lalli sé sá eini sem ég þekki allavegna :) þessar líka snilldar kökur :) nammnamm :)
-hvað er málið með þessa lögfræðistofu sem sér um að innheimta fyrir bílastæðasjóð??? það er ekki hægt að borga reikninga frá þeim inná heimabankanum heldur þarf að fara til þeirra, eða það held ég allavegna því ekki næ ég í neinn þar... búinn að reyna að hringja í allan dag og eina svar sem ég fæ er e-r símsvari sem segir "no one is avilable to take your call" og svo kemur bara e-ð píp... ekki það að mig dauðlangi að eyða peningnum sem ég hafði ekki tíma til að vinna mér inn í það að borga sektir fyrir e-ð sem mér finnst að eigi að vera ókeypis... en það er bara svo pirrandi að geta ekki lokið því af þegar mar á loks einhverja aura inná reikningnum sínum... geta þessir aumingjar ekki bara komið sér upp heimasíðu og sett inn e-r upplýsingar þar??? eða er það of flókið fyrir þessa lötu lögfræðinga að þurfa loks að gera e-ð annað en að eltast við skuldunauta bílastæðasjóðs!!!! AAARRRRRGGGGG!!!!!!! mar má nú vera pirraður stundum :)
-eftir sólarhring verð ég í fyrsta prófinu... ekki það að ég geti ekki beðið... þvert á móti væri ég alveg til í að hafa smá tíma í viðbót í þennan lærdóm... kanski mar hefði átt að fylgjast betur með í vetur eða læra e-ð heima... en svona er þetta þegar mar gefur sér ekki tíma í að vera í skóla heldur lætur allt annað ganga fyrir... sennilega einu mistökin sem ég læri aldrei af... þegar ég var í grunnskóla skipti þetta engu máli, það fá allir að klára og mér þótti aldrei tiltökumál þó svo að ég fengi "bara" 5... svo kom menntaskóli og þar kemmst mar upp með það að læra ekkert en ná samt (einhverra hluta vegna), þannig að ég gerði ekki meira þar (las ekki einu sinni eina bók allan tíman sem ég var í mentó)... en svo kemur alvaran... háskólinn... mar á að vera að læra e-ð sem mar vill vinna við í framtíðinni (sem ég er reyndar að gera til tilbreytingar)... en hérna þarf mar allt í einu að hafa fyrir hlutunum... það nægir ekki að lesa bara fyrir prófin (jújú stundum reyndar) heldur þarf mar að vera á varðbergi alla önnina... eins og gefur að skilja þar sem ég er að taka rekstrarhagfræðina aftur núna, þá ætti ég að hafa lært af mistökunum í fyrra og fylgst meira með núna... en það varð víst lítið úr því... nú er bara að vona að allur þessi skilningur sem er búinn að bætast við síðasta árið og sú staðreind að ég er búinn að lesa óvenju mikið fyrir þetta próf á morgun hjálpi mér að ná þessu fagi þannig að ég þurfi ekki að taka það aftur... og jafnvel að ég hafi nú náð upp nægum skilningi til að ná rek 2 eftir áramót... aldrei að vita...

fimmtudagur, desember 05, 2002

-rosalega er tilveran orðin léleg... fyrir utan það að fá nánast alla linkana sína af annari eins síðu, þá er hún ekkert uppfærð nema 2var á dag nú orðið... sem er nokkuð slæmt fyrir netnörda eins og mig sem hafa ekkert betra að gera...
-ég ætla rétt að vona að ég nái þessum rekstrarhagfræði áfanga... ekki nenni ég að sitja hann 3ja árið í röð... og mikið ofboðslega er ég komin með nóg af því að reikna út hagnaðarmöguleika fyrirtækja í mismunandi rekstrarumhverfum....
-úff 2 dagar í fyrsta prófið.... búinn að vera eins duglegur og ég get... uppí odda í gær í e-a 7 tíma og mættur hingað klukkan hálf níu í morgun.... svo er að sjá hvað mar þraukar lengi í dag...
-búið að vera erfitt að sofa síðustu daga einn í rúminu... stelpurnar mínar eru núna í góðu yfirlæti í sveitinni hjá ömmu og afa... koma sennilega ekki fyrr en á mánudaginn þegar perla rós á að mæta aftur í ungbanrnasundið.... :( minns vera einmanna

mánudagur, desember 02, 2002

-annar duglegur dagur í röð.... búinn að vera uppí odda í 10 klukkutíma... hvorki meira né minna.... :) svo er bara að njóta kveldsins og horfa á alias....
-perla rós komst ekki í ungbarnasund í dag því þegar við komun uppeftir tók drífa eftir rauðum doppum á henni... þar sem hún er búin að vera veik undanfarna daga og rauðar doppur hafa aldrei verið taldar heilsumerki þá ákváðum við að sleppa sundinu í dag :( því miður því hún átti að fá að kafa í fyrsta skiptið í dag.... gerir það bara að viku liðinni....

sunnudagur, desember 01, 2002

-haldið að drengurinn hafi ekki verið bara duglegur í dag.... búinn að vera uppí odda að lesa haglýsingu í yfir 5 klukkutíma.... jafnvel þó svo að það sé fyrsti í aðventu og sunnudagur og allt það...