föstudagur, febrúar 28, 2003

-til hamingju með afmælið drífa mín :) stelpan er bara orðin 25 ára gömul... sem gerir mig??? svo varð perla rós 9 mánaða á sunnudaginn, bara hvert stórafmælið á fætur öðru...

-við hættum við íbúðina (réttar sagt þá var hún hrifsuð undan nefjum okkar)... en það skiptir ekki miklu máli því við erum bara að leyta betur þá... aldrei verið sniðugt að kaupa fystu íbúðina sem mar sér... greiðslumatið kom fínnt út, og eigum við meiri pening en ég hélt :) nú er bara að finna góða íbúð sem auðvelt er að leigja út... helst nálægt háskólanum...

-ó já svona í lokinn... liverpool komst áfram í evrópukeppninni... náðu loksins að vinna leik, vonandi standa þeir sig móti man.utd á sunnudaginn í úrslitum bikarsins...

miðvikudagur, febrúar 19, 2003

-það gæti nú bara verið að ég og drífa séum að fara að kaupa okkur íbúð... við fórum að skoða hana á mánudaginn og leist bara vel á... vonandi að greiðslumatið komi vel út hjá manni, bara að bíða og sjá... jafnvel bjóða smá í íbúðina??? aldrei að vita...

-svo vill ég óska upptökumönnunum okkar, alla og kidda, til hamingju með 3ja sætið í eurovishion um síðustu helgi...
-jæja ég er greinilega ekki nógu gay fyrir suma... bara 30%... verð að fara að reyna betur :)

laugardagur, febrúar 08, 2003

-afhverju eru ekki öll mótmæli svona?????

miðvikudagur, febrúar 05, 2003

-kíkti aðeins uppí stúdíó í gærkveldi, en strákarnir voru þar að taka upp meiri trommur... ætluðu að vera e-ð fram á nótt, vona bara að þeir hafi náð nokkrum lögum :)

-kíkti á katrín.is og komst að því að ég væri hestur:

Horse
svona er hesturinn :) hljómar nú e-ð svipað mér, held ég allavegna


hvaða dýr ert þú?
taktu fleirr próf á Quizilla

mánudagur, febrúar 03, 2003

-já við fórum í stúdíó á föstudaginn og hófum töku á fyrstu plötu okkar, búið er að taka upp trommur í einu lagi og svo munum við taka upp smá bassa og meiri trommur í kveld :) ýkt gaman

-síðasti tíminn í ungbarnasundi er í dag og verður því væntanlega sorg hjá perlu rós á eftir þegar hún kveður öll bekkjarsystkinin sín... en hún fær nú að hitta e-ð af þeim aftur þegar hún fer á framhaldsnámskeiðið... annaðhvort í mars eða maí :)
-bandaríkjamenn eru án efa þeir erfiðistu sem um getur... þeir eru viðkvæmari en góðu hófi gegnir, ekki jafn tilfinningaríkir og miðjarðarhafslöndin, en ótrúlega dramatískir, þola ekki að neitt komi fyrir þá án þess að gera, jah gæti maður ekki sagt hval úr mýflugu??? það má ekki snerta þá, hvað þá bjarga lífi þeirra, án þess að þeir kæri mann, svo ekki sé minnst á það hrillilegasta af því öllu, þeim finnst bush virkilega vera að gera góða hluti sem forseti!!!!!!!! hversu tregir geta þessir kanar verið???? það átti nú til dæmis að banna peter jackson að kalla aðra myndina í lord of the rings trillogyinnu, the two towers, vegna 11.september!!!! hvernig bannar maður e-m að kalla mynd sem bygð er á rúmlega 50 ára gamalli bók eftir henni???? svo er allt þetta hitt hérna.. ekki það að ég sé að gera lítið úr slysinu og þeim hryllingi að fólk skuli hafa dáið, en fyrr má nú vera að fólk sé viðkvæmt.....